132. löggjafarþing — 20. fundur,  14. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[18:10]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Birkir Jónsson var þó ekki það orðlaus að hann gæti ekki komið upp og enn haldið fram tvískinnungi síns flokks.

Við þekkjum sögu Framsóknarflokksins varðandi markaðsvæðingu og einkavæðingu á rafmagninu og orð hæstv. iðnaðarráðherra um að brýnt sé að selja raforkufyrirtæki. Við þekkjum þau.

Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann hefur lesið þessa yfirlýsingu frá ráðstefnunni um vatn fyrir alla. Hafi hann ekki gert það hvet ég hann til þess að gera það áður en hann hefur fleiri flumbrugangsorð um það málefni sem hér er verið að ræða.