132. löggjafarþing — 20. fundur,  14. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[18:15]
Hlusta

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég hafna því alfarið að ég hafi talað niður til þjóðkirkjunnar, síður en svo. Það hef ég ekki gert og enginn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ég held að þingmenn Vinstri grænna ættu frekar að líta sér nær varðandi afstöðu þeirra til þjóðkirkjunnar og orða sem þeir hafa látið falla opinberlega um þá mikilvægu stofnun.

En aðalatriðið í þessu máli, sem kemur ekki á óvart og það er gott að þeir þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hafa upplýst um að þeir eru þjóðnýtingarsinnar og vilja þjóðnýta allt sem þeir komast í. (Gripið fram í.) Það hefur verið afar slæm reynsla af slíku.

En ég vil, af því hv. þingmaður nefndi yfirlýsinguna Vatn fyrir alla, hvetja hann til að lesa þetta frumvarp vegna þess að hann þarf ekkert að óttast. Hann mun, eftir að þetta frumvarp verður að lögum, eftir sem áður geta baðað sig í lækjarsprænum og fengið sér sopa af (Forseti hringir.) vatninu okkar, hvort sem það er í lækjum eða krönum. Það er ekkert að óttast í þessu.

(Forseti (SP): Ég bið hv. þingmann að virða tímann.)