132. löggjafarþing — 20. fundur,  14. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[18:19]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef þegar svarað spurningunni í umræðunum áður. En hv. þingmaður Jón Bjarnason lét ekki svo lítið að vera í salnum þegar sú umræða fór fram. Það er alveg ljóst að innleiðingarferlið stendur yfir. Formlegar viðræður eru hafnar við Evrópusambandið af hálfu EFTA-landanna. Því verður væntanlega lokið einhvern tímann eftir áramótin og þess ekki að vænta að fram komi vatnsverndarfrumvarp á þessu þingi.