132. löggjafarþing — 20. fundur,  14. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[18:21]
Hlusta

Jónína Bjartmarz (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef verið þeirra gæfu aðnjótandi að hlusta á ræðu hv. þm. Jóns Bjarnasonar um frumvarp til vatnalaga og verð að segja eins og er, að ég hef aldrei hlustað á aðra eins steypu frá því að ég settist á þing. Mig langar að spyrja hv. þingmann að einu: Hvað í þessu frumvarpi mun á nokkurn hátt breyta eignarráðum fasteignareiganda yfir vatni? Ég vonast til, í kjölfarið á langri og mikilli ræðu hv. þingmanns, að fá skýringu á því. Það er skýrt að hjá öllum sem lesa þetta frumvarp og greinargerðina með því er þetta spurningin um að breyta formi, en engin efnisbreyting. (MÁ: Hringdu í Umhverfisstofnun.)