132. löggjafarþing — 20. fundur,  14. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[20:14]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég tel að hér hefði átt að stöðva hæstv. iðnaðarráðherra í þessu svokallaða andsvari sínu vegna þess að í stað þess að koma í ræðustól og svara þeim sem hér hafa talað og spurt hana ýmissa spurninga og komið með ýmis rök, þá leikur hún þann leik að fara í andsvar við síðasta ræðumann sem vissulega flutti ágætt mál en það var af öðru tagi en þeir sem á undan honum höfðu verið. Ráðherra færist undan því, með því að fara í kringum þingsköpin, bæði að svara þeim sem hér hafa talað og að veita andsvararétt á sjálfan sig. Það tel ég ekki vera góð vinnubrögð hjá ráðherra og tel að forseti hefði átt að gera athugasemd við þetta.