132. löggjafarþing — 21. fundur,  15. nóv. 2005.

Tilkynning um dagskrá.

[13:32]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill tilkynna að nú á eftir að lokinni atkvæðagreiðslu um fyrsta dagskrármálið fer fram umræða utan dagskrár um stöðu jafnréttismála. Málshefjandi er hv. þm. Jónína Bjartmarz. Hæstv. félagsmálaráðherra Árni Magnússon verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.