132. löggjafarþing — 21. fundur,  15. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[13:56]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Í umræðu um þetta mál vakti ég athygli á því að hér væri verið að skera í sundur ákveðna þætti þessa máls, þ.e. umhverfisþætti og nýtingarþætti er varða vatn og auðlindir í jörðu. Það er ljóst að vatnalagafrumvarpið er að fara inn í iðnaðarnefnd Alþingis. Í ljósi þess að hér er að stórum hluta um umhverfismál að ræða líka óska ég eftir því við hv. iðnaðarnefnd Alþingis að hún biðji umhverfisnefnd að gefa umsögn um málið úr því að þessi framgangsmáti er viðhafður að málin þrjú, þ.e. vatnalög, vatnsverndarlög og lög um rannsóknir og nýtingu jarðefnaauðlinda, fá ekki að fylgjast að í gegnum þingið. Ég óska eftir því að hv. iðnaðarnefnd taki þetta til greina.