132. löggjafarþing — 22. fundur,  16. nóv. 2005.

Rannsókn kjörbréfs.

[12:26]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá hv. 9. þm. Reykv. s., Ögmundi Jónassyni, dagsett þann 11. nóvember sl.:

„Þar sem ég get ekki sótt þingfundi á næstunni vegna verkefna sem ég þarf að sinna óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 3. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður, Guðmundur Magnússon leikari, taki sæti mitt á Alþingi á meðan en bæði Álfheiður Ingadóttir og Kristín Njálsdóttir, 1. og 2. varamaður á listanum, eru forfallaðar.“

Þá hefur borist svohljóðandi bréf frá Álfheiði Ingadóttur, 1. varamanni á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður, dagsett 8. nóvember sl.:

„Þar sem undirrituð er á förum til útlanda get ég að þessu sinni ekki tekið sæti Ögmundar Jónassonar á Alþingi.“

Enn fremur hefur borist svohljóðandi bréf frá Kristínu Njálsdóttur, 2. varamanni á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður, dagsett 8. nóvember sl.:

„Ögmundur Jónasson alþingismaður fer tímabundið út af þinginu nú um miðjan nóvember. Ég vil upplýsa að ég get ekki að þessu sinni tekið sæti Ögmundar Jónassonar alþm. á Alþingi.“

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Guðmundi Magnússyni sem er 3. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður. Jafnframt hélt kjörbréfanefnd fund í gær til að fjalla um kjörbréfið.