132. löggjafarþing — 22. fundur,  16. nóv. 2005.

Fjáraukalög 2005.

144. mál
[12:43]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Liður 7.14 í 4. gr. kveður á um að veita heimild til ríkisins til að kaupa eignarhlut sveitarfélaga í Landsvirkjun. Nú hefur það komið fram m.a. hjá hæstv. iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins og líka núverandi formanni Sjálfstæðisflokksins að til stendur að einkavæða og selja orkufyrirtækin og þar með Landsvirkjun. Nauðsynlegur liður í því er að ríkið komist yfir hlut sveitarfélaganna í Landsvirkjun til að hægt sé síðan að hefja einkavæðingar- og söluferlið. Þessu leggjumst við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs alfarið á móti. Við erum á móti því að þessi sameiginlegu orkufyrirtæki landsmanna verði einkavædd og seld.

Ég minni á, frú forseti, að hæstv. iðnaðarráðherra er svo brátt í einkavæðingarmaníu sinni að það á að keyra núna gegn lög um einkavæðingu Rariks þannig að hér þurfum við bara að stoppa við, frú forseti. (Gripið fram í.)