132. löggjafarþing — 22. fundur,  16. nóv. 2005.

Fjáraukalög 2005.

144. mál
[12:44]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég barði óþarflega seint í borðið (Gripið fram í: Nú?) til að biðja um orðið núna. En ég vil taka það fram að hv. þingmaður (Gripið fram í.) fór langt út fyrir sínar heimildir þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu áðan (Gripið fram í.) vegna þess að hann réðist fyrst og fremst á iðnaðarráðherrann. Það átti hann átti ekki að gera. Hann getur gert það í almennri umræðu en ekki í atkvæðagreiðslu.

Ég ætla að koma því á framfæri hér að það stendur ekki til að einkavæða orkufyrirtækin í landinu. Það eru hreinar línur með það. Og hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert einhverja samþykkt á sínum landsfundi, það getur vel verið en það kemur þessu máli ekki við (Gripið fram í: Nei.) að því leyti til að (Gripið fram í: Nú?) það þarf tvo til og af hálfu Framsóknarflokksins eru ekki áform uppi um að selja orkufyrirtækin. Svo einfalt er það mál. (Gripið fram í.) (MÁ: Hvernig greiðir þingmaðurinn atkvæði?)