132. löggjafarþing — 23. fundur,  16. nóv. 2005.

Veggjöld.

150. mál
[13:59]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf):

Frú forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Jóhanni Ársælssyni fyrir að halda þessu máli vakandi ár eftir ár. Mig langar rétt að benda á þann mismun sem er í gangi eftir því hvort fólk notar þjóðveginn til að komast frá Selfossi til Reykjavíkur eða frá Akranesi til Reykjavíkur. Sá sem kemur frá Akranesi greiðir fyrir notkun á þjóðveginum aukalega um 150 þús. kr. í vegtoll á hverju ári.