132. löggjafarþing — 23. fundur,  16. nóv. 2005.

Dánarbætur.

151. mál
[15:56]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Virðulegi forseti. Ég get ekki svarað þessari spurningu hér og nú. Það þarf að skoða þetta frá lögfræðilegum sjónarhóli til þess að unnt sé að leggja mat á það. Nefndin er að fjalla um þetta þannig að eðlilegt er að nefndin taki afstöðu til þessa líka.