132. löggjafarþing — 24. fundur,  17. nóv. 2005.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[15:07]
Hlusta

Drífa Hjartardóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er nú varla andsvar því að ég er svo sammála hv. þingmanni. Það sem við höfum einmitt verið að ræða eru náttúruauðlindirnar þar sem við eigum svo sannarlega mikið sameiginlegt.

En ég kom upp af því að hv. þingmaður ræddi um náttúruauðlindirnar, og þær eru miklar. Það var einmitt mjög skemmtilegt að koma á fiskmarkað á Grænlandi þar sem þeir voru með lax, sem við teljum að sjálfsögðu að sé íslenskur. Eins vildi ég gjarnan geta þess að Íslendingar eru að hjálpa Grænlendingum — af því að ég sé hv. þm. Kolbrúnu Halldórsdóttur ganga í salinn — að virkja vatnsföll til þess að afla sér orku. (Gripið fram í.) Ég held að það sé eitt af því í samstarfinu sem er líka afskaplega gott. Við getum svo sannarlega hjálpað hvert öðru.