132. löggjafarþing — 25. fundur,  18. nóv. 2005.

Lenging fæðingarorlofs.

134. mál
[11:09]
Hlusta

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég fagna innilega þeirri umræðu sem hv. þm. Katrín Júlíusdóttur kemur af stað hérna um fæðingarorlofið. Ég tel að þetta sé mjög mikilvægt mál sem hefur nú þegar og mun í framtíðinni hafa mikil áhrif á þjóðina alla. Þetta er eitt stærsta jafnréttismál seinni tíma þar sem réttur beggja foreldra til að vera með barninu er tryggður.

Lögin um fæðingarorlof hafa ekki síður haft mikil áhrif á atvinnulífið og tryggja betri nýtingu á mannauði okkar. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að sveitarfélögin standi sig vel í að útvega daggæslu. Ég þekki þetta líka af mínum eigin raunum varðandi dagforeldra. Það er mjög mikilvægt að sveitarfélögin komi þarna sterkt inn til að tryggja þessa daggæslu.