132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Byggðastofnun.

[15:17]
Hlusta

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf):

Frú forseti. Hæstv. ráðherra sagði hér áðan að það væri góður tími til stefnu. Ég ætla að vona að hæstv. ráðherra hafi heyrt fréttirnar í morgun sem tjáðu landsmönnum þeim sem heyra vildu að stofnunin væri óstarfhæf vegna fjárskorts þannig að það er ekki rétt hjá ráðherra að það sé góður tími til stefnu.

Þess vegna spyr ég: Hvernig stendur á því að hæstv. ráðherra er að draga þetta fram yfir fjárlög? Gerir hún sér ekki grein fyrir því að þetta getur orðið til þess að stofnunin verði óstarfhæf bæði á þessu ári og fram á næsta ár? Ég spyr enn: Mun ráðherra beita sér fyrir því að koma auknu fjármagni til stofnunarinnar á fjárlögum fyrir næsta ár og á aukafjárlögum fyrir þetta ár því að það þarf líka að gera? (Gripið fram í: Svaraðu nú.) (Gripið fram í: Ekkert svar?)