132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Svör ráðherra við fyrirspurn um Byggðastofnun.

[15:36]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Það er greinilegt að mikill titringur er orðinn í herbúðum samfylkingarmanna þegar hv. þm. Össur Skarphéðinsson kemur upp til þess að ítreka spurningu frá öðrum hv. þingmanni sem ég hafði svarað á minn hátt. Það getur vel verið að hv. þingmaður sé óánægður (Gripið fram í.) með svarið en þá er það bara svo. (Gripið fram í.) Ég sagði að nóvembermánuður væri ekki að lokum kominn þannig að tími gæfist til að fara yfir þessi mál innan stjórnarflokkanna. Það er svar mitt á þessari stundu.