132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Dýravernd.

312. mál
[15:49]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að byrja á að fagna þessu frumvarpi sem ég tel hið besta mál. En mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra hvort það hafi verið kannað á einhvern hátt hversu mikið af snyrtivörum sem eru á markaði hér á landi hafi verið þróað með tilraunum á dýrum. Nú veit ég að ýmsar snyrtivörukeðjur telja sér það til ágætis að selja einungis vöru sem ekki hefur verið prófuð á dýrum eða þróuð með því að nota lifandi tilraunadýr í þeim efnum. Hefur það verið skoðað hversu mikið af snyrtivörum sem er hér á markaði hefur verið þróað á lifandi dýrum?