132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Dýravernd.

312. mál
[16:07]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mér fannst nú öllu meiri mannsbragur að þessu og ég þakka hæstv. umhverfisráðherra fyrir að segja okkur þó það að verkaskiptingin milli landbúnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis sé til umræðu í ráðuneytinu.

Ég vil svo að lokum hvetja hæstv. umhverfisráðherra til að taka dýraverndarlögin til skoðunar, skoða áskoranir sem hún hefur fengið þar að lútandi frá dýraverndarráði um að endurskoða þau lög. Þau eru komin til ára sinna. Það skortir fókus í málaflokkinn og það er alveg nauðsynlegt að við leggjumst á eitt og stöndum saman um að dýraverndarmálin verði tekin föstum tökum og lögin verði skoðuð.