132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Stuðningur við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

313. mál
[16:16]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er tillaga fráveitunefndar umhverfisráðuneytisins að teknar verði sem sagt allt að 10 millj. kr. af þessum 200 árlega til að veita í þetta. Ég veit að sú niðurstaða fékkst að lokinni skoðun þeirra á þessum málum. Þeir telja að þetta sé skynsamleg upphæð og ráðstöfun sem ég tek svo sannarlega undir og tek undir með þingmanninum að þarna er í raun verið að gera tillögu um það sem á hefur skort.