132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Umhverfismat áætlana.

342. mál
[17:35]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég bendi einnig á 10. gr. þar sem fjallað er sérstaklega um mat á vægi umhverfisáhrifa og ýmislegt talið upp í a- og b-lið við mat á því hvort umhverfisáhrif skipulags- og framkvæmdaáætlana séu líkleg til að vera veruleg. Síðan er það nokkuð nákvæmlega útfært. En ég veit að hv. þingmenn munu fara vel yfir þetta mál í umhverfisnefnd og ég efast ekki um að þar muni menn rýna þennan texta.