132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

327. mál
[18:27]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og ég sagði áðan veit maður aldrei hverju maður á von á, þótt það séu kannski ekkert sérstaklega kærur. En leikurinn er auðvitað gerður til þess að bæta úr (Gripið fram í.) ég var að segja það, ég óttast þær ekkert sérstaklega en ég veit ekki hverju ég á von á. En leikurinn er til þess gerður að reyna að bæta úr og reyna að gera þetta þannig að það sé sem mest jafnræði í þessu. Við munum síðan sjá hvernig til tekst. Það eru allir sammála um að hér er um flókið mál að ræða og við verðum síðan að sjá hvað menn eru sáttir við og hvað menn eru ósáttir við. Fyrir fram vitum við það ekki nákvæmlega en ég tel að það sem við erum að leggja til hérna sé frekar til þess fallið að við náum þeim markmiðum sem við höfum verið að lýsa yfir og lýsa eftir.