132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

327. mál
[18:41]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Þeir 14 milljarðar sem hv. þingmaður nefndi eru einmitt gjöldin af notkuninni. Við ætlum að láta notkunina standa undir vegakerfinu. Annað er bara hluti af hinni almennu tekjuöflun ríkisins. Um þetta hefur verið sátt í langan tíma. Ýmsir fjármálaráðherrar, forverar mínir, hafa kannski verið misjafnlega duglegir að finna upp nýja skatta í þessum efnum og ég ætla ekki að rekja það sérstaklega hverjir voru uppátektarsamastir í því.