132. löggjafarþing — 27. fundur,  22. nóv. 2005.

Röðun mála á dagskrá.

[13:34]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill taka skýrt fram að mál nr. 7 á dagskrá, Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu, er eldra í röð þingmála, hefur áður verið sett á dagskrá þingsins og því er eðlilegt að það sé á undan því frumvarpi sem hv. þingmaður ræðir um. Það skiptir ekki máli í sjálfu sér hvort það er einhvers konar samkomulag á milli hv. þingmanna um þingmálið, það er samt sem áður sett á dagskrá.