132. löggjafarþing — 27. fundur,  22. nóv. 2005.

Röðun mála á dagskrá.

[13:38]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Vissulega var dagskráin kynnt á fundi með formönnum þingflokkanna í þeirri röð sem hér kemur fram en það er ekki ófrávíkjanleg regla að fara nákvæmlega eftir dagskránni eins og hún liggur fyrir. Það er í valdi hæstv. forseta að breyta röðun mála eftir því sem efni standa til og hefur það oft verið gert.

Ég tel, hæstv. forseti, að með þeirri beiðni að breyta röðun þingmála í dag séu stjórnarandstöðuflokkarnir hreinlega að flýta fyrir afgreiðslu mála og undirstrika að full samstaða sé í þingheimi um að stuðla að afgreiðslu og framgangi 8. dagskrárliðarins. Því er þessi beiðni fram komin.