132. löggjafarþing — 27. fundur,  22. nóv. 2005.

Röðun mála á dagskrá.

[13:39]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Það hefði verið minnsta mál að ræða þetta á fundum þingflokksformanna. Ég sé ekki að rökin sem hér hafa verið dregin fram eigi að vera einhver rök fyrir því að breyta dagskránni núna. Þingmenn hafa gert ráð fyrir dagskránni með með þessum hætti. Ekki hefur verið hægt að tilkynna þessar breytingar og það er ekkert sem kallar á það á þessu augnabliki að breyta röð þingmála á dagskránni í dag. Mér finnst því einboðið að við höldum okkur við hana.