132. löggjafarþing — 27. fundur,  22. nóv. 2005.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[15:11]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það með hv. þm. Jóhanni Ársælssyni að mikilvægt er að taka þessi mál heildstætt til skoðunar þegar rædd er ráðstöfun á vatni sem auðlind. Því á fyrst að flytja lög sem lúta að vatnsvernd og því að vatn sé í almannaeigu og hafa það, eins og hv. þingmaður minntist á, jafnvel stjórnarskrárbundið.

Hér hefur komið fram að þetta mál er flutt vegna ákveðinna virkjana í Skagafirði og Skjálfandafljóti. Því vil ég spyrja þingmanninn hvort honum finnist að það eigi að vera forgangsréttur að rannsaka þessi vatnsföll til virkjana, til raforkuframleiðslu. Af hverju mega ekki ferðaþjónustuaðilar í Skagafirði t.d. óska eftir að fá að taka jökulsárnar frá fyrir sig til rannsókna (Forseti hringir.) á ferðamannaígildi og náttúrufarsígildi? Af hverju skal raforkuframleiðsla (Forseti hringir.) njóta svona eindregins forgangs?