132. löggjafarþing — 27. fundur,  22. nóv. 2005.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[15:12]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla alls ekki að mótmæla því. Ég tel fulla ástæðu til þess, ef hv. þingmaður er með hugmyndir um breytingar á þessu frumvarpi t.d. eða þeim frumvörpum sem koma vonandi fyrr en seinna og taka á þessu máli heildstætt, að þar inni geti verið möguleikar á leyfi til að fá að rannsaka út frá öðrum sjónarmiðum en orkunýtingar. Menn hafa margs konar önnur not af vatnsföllum. Það getur verið ferðaþjónusta og það getur verið veiðiskapur. Það getur verið ýmislegt fleira sem menn geta haft þar í huga. Það ætti að skoða það vandlega og ég tek bara undir með hv. þingmanni að ekki eigi að útiloka það.