132. löggjafarþing — 28. fundur,  23. nóv. 2005.

Tæknifrjóvganir.

276. mál
[14:37]
Hlusta

Jónína Bjartmarz (F):

Herra forseti. Það er mjög sérstakt fyrirkomulag á þeim þætti heilbrigðisþjónustunnar sem tæknifrjóvgunin er. Eins og hæstv. ráðherra gerði grein fyrir í ræðu sinni byggist fyrirkomulagið á samningi milli Landspítala og Art Medica. Ég vil spyrja ráðherra hvort mat hefur verið lagt á gæði og hagkvæmni þess að hafa hlutina í þessu formi umfram það sem áður var og hvort hugsunin sé sú að þetta fyrirkomulag sé til framtíðar.