132. löggjafarþing — 28. fundur,  23. nóv. 2005.

Tæknifrjóvganir.

276. mál
[14:38]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og minni á að hér er um mjög viðkvæma þjónustu að ræða. Hún er vegna heilsufarsvanda þeirra sem nýta sér hana og það er alltaf mjög erfitt fyrir þá sem þurfa á þjónustu af þessu tagi að halda að búa við óvissu eins og hefur skapast núna þegar fjárskortur varð hjá fyrirtækinu sem annaðist hana. En mig langar til að spyrja hæstv. ráðherra vegna þess að hann talaði um annmarka á þjónustunni eins og henni er fyrirkomið núna: Hverjir eru þeir annmarkar nákvæmlega? — Hann fór reyndar aðeins yfir það. — Telur hann að núverandi fyrirkomulag hafi skilað hagkvæmari rekstri og betri þjónustu en var hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi áður? Einnig vantaði svör frá hæstv. ráðherra um það hvort gert hafi verið ráð fyrir kostnaði vegna tæknifrjóvgana samkynhneigðra sem hæstv. ríkisstjórn er nú að (Forseti hringir.) leggja til á þingi?