132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[10:50]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það hefur komið fram að þrír hæstv. ráðherrar eru inni með varamenn og aðrir ráðherrar gegna fyrir þá á þessari stundu. Ég get enn fremur upplýst að hæstv. iðnaðarráðherra er einnig á fundi erlendis í dag. Hún kemur til landsins í kvöld og mun verða hér við umræðuna þá. Hún er á fundi um orkunotkun og olíusparnað. Ég held að hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni hljóti að vera umhugað um að hún geti sótt slíka fundi. Hún hefur sjálfsagt ekki haft tök á því að skipuleggja þann fund með alþjóðasamfélaginu á þann hátt að það passaði hv. þingmanni eða því hvenær við mundum ræða tillögur varðandi fjárlögin við 2. umr. Ég held, hæstv. forseti, að nú sé komið að því að við getum farið að ræða þessar tillögur. Það er upplýst hvernig þetta stendur með ráðherrana og aðrir ráðherrar munu svara fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Ég treysti því fullkomlega að þannig getum við komist í gegnum þessa umræðu í dag. Ég legg því til, hæstv. forseti, að við hefjum umræðuna núna.