132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:27]
Hlusta

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Málefni Háskólans á Akureyri eru eitt málið enn sem við höfum fjallað um í nokkurn tíma. Það sem hv. þingmaður ræðir hér um, 80 milljónir, hygg ég að sé vegna húsnæðiskostnaðar, ekki rétt? Þetta tengist fyrst og fremst, að því er ég best veit, rannsóknahúsi við háskólann sem var byggt og ríkið hefur leigt af einkaaðilum. Ég held að það sé rétt að koma því á framfæri hér í tengslum við þetta að kostnaðarauki ríkissjóðs vegna þeirra stofnana sem fara inn í það húsnæði og þurfa að leigja það er yfir 100 milljónir á ári við þessa aðgerð. Ég held að það sé rétt að það komi hér fram.