132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:28]
Hlusta

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það vakti ánægju hjá mörgum þegar lagt var til í frumvarpi til fjárlaga, eins og kom fram við 1. umr., að verja skyldi 100 millj. kr. á lið Bætur til elli- og örorkulífeyrisþega til starfsendurþjálfunar sjúkratrygginga, og enn fremur að það skyldi vera farið í að verja nærri 400 millj. kr. til að hækka tekjutryggingu hjá elli- og örorkulífeyrisþegum.

En nú við 2. umr. frumvarpsins er þetta hvort tveggja skorið niður. Það eru líka skorin niður, frú forseti, framlög til sjúkrahúsa og framlög til reksturs heilsugæslustöðva. Er það nú enn svo að þegar á að beita hagræðingaraðgerðunum þá beinast þær að elli- og örorkulífeyrisþegum, sjúkrahúsum, sjúkrahúsum úti á landi? Á nú aftur að skera niður fjárveitingar til sjúkrahúsanna á Patreksfirði, (Forseti hringir.) Hvammstanga og Blönduósi til (Forseti hringir.) að jafna halla ríkissjóðs?