132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[12:28]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vona að forseti geti borið vitni um það að ég er nokkuð rólegur.

Talandi um afgang á fjárlögum erum við núna að ræða fjáraukalög fyrir 2005 þar sem gert er ráð fyrir að lánsfjárafgangur verði 104 milljörðum meiri en ráð var fyrir gert upphaflega. Það má kannski segja að það sé ekki sérstaklega ábyrgt að vera með svona mikla skekkju en þegar hún er í þessa átt þá mundi ég nú telja að það væri bara mjög jákvætt. Ég vil að hv. þingmaður endurskoði það sem hann sagði áðan um að Seðlabankinn stæði aleinn í baráttunni við verðbólguna.