132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:58]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég fagna þessari yfirlýsingu hæstv. fjármálaráðherra. Það verður þá litið svo á við framkvæmd þessara greiðslna og samspil þeirra við Tryggingastofnun að þetta sé viðbót við almannatryggingapakkann og valdi þar af leiðandi ekki skerðingu á öðrum bótum almannatrygginganna. Ég verð að segja að ég gleðst yfir því að menn skuli hafa túlkað þetta með þessum hætti og þakka fyrir góð svör.