132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[15:26]
Hlusta

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Einar Már Sigurðarson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður staðfestir að sú ríkisstjórn sem hann hefur stutt hafi haft forustu um lausung í launamálum og nefnir þau dæmi mjög skýrt og hvernig þau voru. Hv. þingmaður veit einnig að þessi lausung, miðað við skilgreiningu hv. þingmanns, á einnig við í dag. Því þetta er enn við lýði, nákvæmlega þetta sama kerfi og hv. þingmaður er nú að gagnrýna.

Hins vegar er kominn tími til að hv. þingmaður geri undantekningu á hefðinni, þ.e. að hv. þingmaður standi nú við orðin stóru og við fáum að sjá það í atkvæðagreiðslu í þinginu að einhvern meining sé á bak við öll þessi stóru orð. Hv. þm. hefur gott tækifæri til þess, frú forseti, vegna þess að fyrir liggur tillaga um — hv. þingmaður gagnrýndi hvernig staðið hefur verið að umræddri einkaframkvæmd og hv. þingmaður hlýtur að vera sammála um að á ekki að bitna á þeirri stofnun sem leigir og þarf að borga hluta af þessu dæmi, þ.e. Háskólinn á Akureyri. Það liggur fyrir tillaga um að stofnuninni verði bætt þetta. Hv. þingmaður hefur tækifæri til þess að standa nú við stóru orðin.