132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[15:32]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fjárlaganefnd hefur það ekki á valdi sínu. Eins og segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þá er menntamálaráðuneytinu falið að vinna þetta með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem var sett á stofn fyrir þremur, fjórum árum og hefur verið að vinna upp óskaplega mikinn grunn, menntunargrunn sem hefur nýst öllum í starfsmenntuninni. Ég treysti þessum aðilum fullkomlega. Ég geng út frá því að þeir vinni þetta eins og þarfirnar kalla á, þarfirnar í hinum ýmsu greinum og út um landið. Ég á von á því eins og reynslan hefur verið að þessar símenntunarmiðstöðvar sýni þá og sanni, eins og þær hafa gert allan tímann, að þær standa mjög fyrir sínu og eru sínum byggðarlögum, sínu umhverfi og sínum héruðum til mikillar styrktar og stoðar.