132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[17:07]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Það er ánægjulegt að hv. þingmaður tekur jákvætt í mín svör og minn vilja og gott er að eiga von á góðu samstarfi.

En þær tölur sem ég fór með hérna eru svona í meginatriðum byggðar á reynslutölum. Ég geri ráð fyrir að hann ætti að geta séð þær bæði út úr ríkisreikningnum og eins út úr tölum úr skýrslu Ríkisendurskoðunar. (Gripið fram í.) Það er alls ekki þannig að verið sé að fela neinar upplýsingar fyrir hv. þingmönnum, hvað þá heilli hv. nefnd eins og fjárlaganefndinni.