132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[17:15]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Skattsvikurum skal ekki hlíft. En blekkingartillögur eins og hv. þingmaður Helgi Hjörvar kynnir fyrir okkur og leggur til grundvallar því að leggja fram heil og fullsköpuð fjárlög eru ekki það sem við þurfum á að halda.

Hið táknræna í þessu er að Samfylkingin vill auka skattheimtuna. Hún vill meiri peninga til að geta eytt meira. Það er ekkert sem við þurfum minna á að halda en að auka útgjöldin til að auka enn á þensluna. Það skiptir máli í þessu sambandi, að við höldum útgjöldunum í skefjum, ekki það að við aukum þau. Það er þvert á málflutning hv. þingmanns bæði við 1. umr. og hér í dag að hvetja til aukinna útgjalda. En samt gerir hann það og vill síðan skýla sér á bak við blekkingartillögur hvað varðar skattsvikin. Við höfum séð slíka hluti áður hér á hv. Alþingi.