132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[19:56]
Hlusta

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Það er gott þegar við erum sammála að því leyti að skoðanir séu hér ljósar. Það er að minnsta kosti ljóst að það er skoðun ungra sjálfstæðismanna að vaxtabótakerfið sé ekki best til þess fallið að umbuna barnafjölskyldum. Það hvetur til skulda og er ekki kerfi sem við viljum standa vörð um.

Við teljum aftur á móti að skattalækkanir ríkisstjórnarinnar séu gott tæki. Þær sameina hag allra og koma barnafjölskyldum líka vel. Það er réttlátt að fólk hafi sem mest af sínum tekjum til ráðstöfunar. Þess vegna tökum við hattinn ofan fyrir þeim skattalækkunum sem hafa verið framkvæmdar hér á síðustu árum og lagt er til að haldið verði áfram í þessu fjárlagafrumvarpi.