132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[10:36]
Hlusta

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf):

Frú forseti. Samfylkingin leggur til 500 millj. kr. framlag í sérstök verkefni á landsbyggðinni og leggur til að sú fjárhæð verði á forræði forsætisráðuneytisins. En Samfylkingin telur að hag landsbyggðarinnar sé betur borgið þar en undir iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti eins og nú er. Við munum í kjölfarið flytja tillögu, af sömu ástæðu, um að Byggðastofnun verði flutt undir forsætisráðuneytið.