132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:10]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Frú forseti. Hér erum við í Samfylkingunni að hækka vasapeninga til fólks á stofnunum um helming. Við teljum vasapeningagreiðslur, sem eru tæpar 22 þús. kr. á mánuði til 1.700 ellilífeyrisþega og 230 öryrkja, þeirra sem minnst hafa, vera skammarlega lágar og við ætlum að hækka þær hér um helming. Síðan verður auðvitað að endurskoða þetta ölmusukerfi svo fólk sem dvelur á stofnunum geti haldið reisn sinni á ævikvöldinu. Ég segi já.