132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[12:04]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Það er greinilega bæði skjálfti og órói í salnum. Forseti hefur áður bent á að þingmönnum ber að halda sig við að gera grein fyrir atkvæði sínu en ekki standa í því að svara öðrum hv. þingmönnum (Gripið fram í: En ráðherra?) eða halda uppi efnislegri umræðu. (JBjarn: En ráðherra?) Ég vænti þess að næsti hv. þingmaður geri grein fyrir atkvæði sínu á réttan hátt.