132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Ábyrgðasjóður launa.

351. mál
[12:24]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, stjórn Ábyrgðasjóðs launa og sömuleiðis félagsmálaráðuneytið hafa farið rækilega yfir þessi mál einmitt til þess að komast til botns í því hvort glufur kunni að vera í kerfinu eða óeðlileg háttsemi. Ég tel að stjórn Ábyrgðasjóðs launa hafi gert sitt ýtrasta til þess að koma í veg fyrir að svo geti verið. Vissulega hafa einhver brögð verið að því að menn reyndu slíkt. En ég tel mig geta fullvissað hv. þingmann um að stjórn Ábyrgðasjóðs launa hefur vakandi auga með þessu verkefni og gerir sitt ýtrasta til þess að sjóðurinn starfi samkvæmt þeim lögum og þeim reglum og þeim áherslum sem um hann gilda.