132. löggjafarþing — 31. fundur,  28. nóv. 2005.

Faggilding o.fl.

361. mál
[18:29]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Mig langaði að spyrja hæstv. ráðherra hvers vegna nú á að færa þessa starfsemi frá nýrri stofnun, Neytendastofu, sem nýbúið er að setja á stofn og yfir í Einkaleyfastofuna. Maður veltir því fyrir sér hvers vegna þetta fór til Neytendastofu vegna þess að hún er ný stofnun. Hvað varð til þess að þessu er síðan kippt út jafnharðan? Þetta vekur upp spurningar um hver vinnubrögðin voru í kringum það þegar Neytendastofa var sett á stofn.