132. löggjafarþing — 31. fundur,  28. nóv. 2005.

Faggilding o.fl.

361. mál
[18:49]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það hljóti nú að vera augljóst að við stofnum ekki til sjálfseignarstofnunar fyrir einn eða tvo menn. Með því að gera þetta með þessum hætti, að fela Einkaleyfastofu að annast faggildingu, erum við að hugsa um ákveðið hagræði sem af því hlýst frekar en að setja á fót nýja stofnun, jafnvel sjálfseignarstofnun eins og hv. þingmaður stingur upp á, þar sem starfa tveir einstaklingar og jafnvel ekki nema einn. Það náttúrlega gengur ekki.

Ég held að sjálfstæði sé tryggt með þessum hætti og þetta hefur verið borið undir aðila sem fjalla um þessa hluti hjá Evrópusambandinu og ég skil það þannig að þetta sé samþykkt. En ef hv. þingmaður hefur betri tillögur má alltaf skoða slíkt.