132. löggjafarþing — 31. fundur,  28. nóv. 2005.

Faggilding o.fl.

361. mál
[18:50]
Hlusta

Margrét Frímannsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég spyr hæstv. ráðherra hvort það hafi verið skoðað að gera þjónustusamning við sjálfstæða aðila um að veita þessa þjónustu. Ekki kemur fram í frumvarpinu eða greinargerðinni að það hafi sérstaklega verið skoðað. Vissulega er um tvo einstaklinga að ræða sem eiga að starfa að þessu verkefni. En hefði þá verið hægt að leysa það með því að gera þjónustusamning við einkaaðila?