132. löggjafarþing — 32. fundur,  29. nóv. 2005.

Ársreikningar.

362. mál
[17:16]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 144/1994, um ársreikninga, með síðari breytingum. Með frumvarpi þessu eru lagðar til leiðréttingar á lögum nr. 144/1994, um ársreikninga áður en lögin verða endurútgefin, sbr. 2. mgr. 75. gr. laga nr. 45/2005, um breytingu á lögum nr. 144/1994.

Við undirbúning á umræddri endurútgáfu kom í ljós að röng málsgrein var felld niður í lögum nr. 45/2005. Enn fremur kom í ljós að millivísanir á milli lagagreina voru ekki að öllu leyti réttar. Er frumvarpi þessu ætlað að leiðrétta framangreint áður en lögin verða endurútgefin. Jafnframt er í 5. gr. frumvarpsins tekin upp 74. gr. laga nr. 45/2005 til að það ákvæði komi inn í endurútgáfu laganna sem mælt er fyrir um að nýju í 2. mgr. 6. gr. frumvarpsins.

Virðulegi forseti. Ég legg til að frumvarpi þessu verði vísað til hv. efnahags- og viðskiptanefndar og til 2. umr. að lokinni þessari umræðu.