132. löggjafarþing — 34. fundur,  5. des. 2005.

Varamaður tekur þingsæti.

[15:07]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá 1. þm. Reykv. s., Geir H. Haarde, dagsett þann 5. desember:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykv. s., Lára Margrét Ragnarsdóttir, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.“

Lára Margrét Ragnarsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.