132. löggjafarþing — 35. fundur,  6. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:06]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í skýrslu þeirri sem við ræddum um áðan eftir Stefán Ólafsson prófessor er í töflu 9.5 farið yfir hvernig ráðstöfunartekjur hafa vaxið á Íslandi. Það er farið yfir það nákvæmlega, þ.e. ráðstöfunartekjurnar, tekjur eftir skatta leiðréttar af verðbólgu. Hvernig hefur þetta gengið hjá einyrkjanum, öryrkjanum sem er einn? Jú, 40% raunhækkun á 10 árum, mætti vera meira, það er alveg hárrétt. 41,5% hjá hjónum, mætti vera meira, það er alveg hárrétt. En hefur samt hvergi í heiminum vaxið jafnmikið. Það er enginn að tala um að neitt hafi lækkað, það eru bara ósannindi. Það hafa allir tekið þátt í og allir notið þess mjög, því góðæri, þeim árangri, þeim mikla efnahagsárangri sem hefur fylgt í kjölfar þess að við afnámum hér gömul, úrelt, sósíalísk (Forseti hringir.) viðhorf og tókum upp ný og frjálsleg vinnubrögð í viðskiptum.