132. löggjafarþing — 35. fundur,  6. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:18]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skal koma greinargerðum til hv. þingmanns núna á eftir þar sem ég sýni fram á að lögin hafa verið brotin. Það er alvarlegt en ekki síður er hitt alvarlegt hve mjög hefur dregið í sundur með öryrkjum og þeim sem eru á bótum almannatrygginga annars vegar og lágtekjufólki í landinu því að sú var tíðin við fyrri löggjöf að bætur almannatrygginga fylgdu tilteknum kauptöxtum hjá verkafólki. Ef litið er á þá þróun kemur í ljós að hvað varðar grunnlífeyri og tekjutryggingu, ef hún er skoðuð með hliðsjón af þessum kauptöxtum, vantar 23,5% upp á að þetta hafi fylgst að eða um 17 þúsund kr. Kröfur Landssambands eldri borgara ganga út á það að dregið verði úr þessum mun og settar hafa verið fram tillögur um að það verði gert í gegnum skattkerfið. (Forseti hringir.) Þetta eru tillögur sem ég styð, en, hæstv. forseti, ég nefni þetta sem dæmi um áhrif sem við getum haft (Forseti hringir.) á kjör þessara hópa.